Glímukynning í Borgarhólsskóla á Húsavík

Glímukynning fór fram í dag í Borgarhólsskóla á Húsavík en um 170 nemendur í 7.-10.bekk fengu kynningu á þjóðaríþróttinni.

Glímukynningar ganga vel!!!!!!!!

Glímukynningar ganga vel!!!!!!!!

Glímukynningar eru núna í fullum gangi en í þessari viku fengu um 300 krakkar kynningu á glímunni. Þeir staðir sem fengu glímukynningu að þessu sinni voru ; Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur,Höfn og Vík. Fleiri glímukynningar eru fyrirhugaðar á næstunni…

Ánægja með æfingabúðirnar

Ánægja með æfingabúðirnar

Mikil ánægja var með æfingabúðirnar í Back-hold og Gouren sem fram fór í Ármannsheimilinu um síðustu helgi. Þátttaka á námskeiðinu var nokkuð góð og eru þetta fyrstu skrefin í að byggja upp gótt landslið í Keltnsku fangi.

Síðsumar fundur HSK fór fram í gærkvöldi!!!

Síðsumar fundur HSK fór fram í gærkvöldi!!!

Síðsumar fundur Glímuráðs HSK fór fram í gærkvöldi. Þar var ákveðið hvar og hvenær héraðsmótin fara fram og einnig farið yfir þau verkefni sem framundan eru hjá glímufólkinu…

Æfingabúðirnar um helgina!!!

Um næstu helgi mun Glímusamband Íslands í samstarfi við Glímufélagið Ármann standa fyrir æfingabúðum í Keltnesku fangi þ.e. Back-hold og Gouren…..

Ungmennabúðir að Laugum í Þingeyjarsýslu

Ungmennabúðir GLÍ munu fara fram að Laugum í Þingeyjarsýslu 2. og 3. október næstkomandi. Ungmennabúðirnar eru ætlaðar krökkum frá 9. bekk og að 20 ára aldri.

Úrvalshópur verður Ungmennabúðir:::

Úrvalshópur verður Ungmennabúðir:::

Á síðasta stjórnarfundi GLÍ var ákvaðið að breyta nafni á Úrvalshóp GLÍ í Ungmennabúðir GLÍ en þær eru fyrir hugaðar 2.-3.okt í Þingeyjarsýslu…

Styttist í Æfingabúðirnar!

Styttist í Æfingabúðirnar!

Núna styttist óðum í æfingabúðirnar í Back-hold og Gouren sem fram fara 3.-5.september í Ármannsheimilinu. þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta ennþá skráð sig á netfangið gli@isisport.is eða í síma 893-3707. hérna má svo sjá dagskrá og hverjir hafa skráð sig

Skipaskaga open aflýst!

Skipaskaga open aflýst!

Glímumótinu Skipaskagi open sem fram átti að fara í haust hefur verið aflýst vegna dræmrar skráningar erlendra keppenda.Ekki hefur verið ákveðið hvenær dómaranámskeiðið mun fara fram né heldur Úrvalshópsæfing en mótanefnd og fræðslunefnd eru að vinna í málinu

Gouren-stakkar til sölu

Gouren-stakkar til sölu

Glímusamband Íslands á til sölu nokkra Gouren-stakka og kosta þeirKR 8.000-

Stakkarnir eru nauðsynleg eign fyrir alla þá sem áhuga hafa á að stunda annað Keltneskt fang samhliða glímunni. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Glímusambandið á netfangið gli@isisport.is eða í síma 514-4064 – 893-3707