Glímusýning á Borg

Ólafur Oddur og Smári

Glímusýning var á hátíðinni brú til Borgar í dag. Það voru þeir Ólafur Oddur Sigurðsson og Smári Þorsteinsson sem sýndu glímuna og fóru stuttlega yfir sögu hennar á Íslandi. Fjöldi fólks var á svæðinu en mikill rigningarskúr koma þegar glímumennirnir fóru að takast á.

Glímusýning í Brekkubæjarskóla

Glímusýning í Brekkubæjarskóla

Á skólaslitum Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 3. júní sl. sýndu sjö nemendur glímu. Þau er öll í 6. bekk og eru eftirtalin: Arnar Freyr Jónsson, Ásdís Bára Guðjónsdóttir, Catherine Soffía Guðnadóttir, Guðmundur Þór Grímsson, Hildigunnur Ingadóttir, Jónas Árnason, og Valdís Ósk Hilmisdóttir.

Grindvíkingar æfa glímu!

Grindvíkingar æfa glímu!

Grindvíkingar æfa nú glímu af kappi og stefna á þátttöku á unglingalandsmóti UMFÍ um verslaunarmannahelgina. Það er Jóhannes Haraldsson sem stýrir æfinunum en hann er einnig júdó þjálfari Grindvíkinga. Glímusambandið sá um að kenna þeim grunnatriðin og er mikill hugur í Grindvíkingum að halda starfinu áfram.

Þýska meistaramótið í glímu 2010

Þýska meistaramótið í glímu 2010

Þýska meistaramótið í glímu fór fram sunnudaginn 13. júní sl. í bænum Schiffweiler. Var þetta í fyrsta sinn sem meistaramót er haldið í glímu í Þýskalandi. Fyrsti Þýskalandsmeistari í glímu varð Christian Bartel frá Trier en hann sigraði félaga sinn Gerhard Pauli í úrslitum. Alls tóku sex þýskir glímukappar þátt í mótinu að þessu sinni.

Glímuþjálfara vantar í KR.

Glímuþjálfara vantar í KR.

Glímudeild KR auglýsir eftir glímuþjálfara til þess að þjálfa börn og unglinga tvisvar sinnum í viku næsta vetur og hefjast æfingar í byrjun september. Góð laun í boði fyrir réttan aðila.

Allar nánari upplýsingar veitir formaður glímudeildar KR Ásgeir Víglundsson í síma: 866-1587

Keppt um glímuskjöld Akurnesinga eftir langt hlé

Keppt um glímuskjöld Akurnesinga eftir langt hlé

Eins og glímuunnendum er kunnugt hefur Lárus Kjartansson unnið að því undanfarin misseri að endurvekja glímu á Akranesi en þar var nokkuð öflug glímustarfsemi um miðja síðustu öld og glímuæfingar stundaðar fram á sjöunda áratuginn.

Glímusýning á þjóðhátíðardegi

Glímusýning á þjóðhátíðardegi

Glímusýningar hafa verið fastur liður í hátíðarhöldunum 17. júní í Reykjavík í mörg ár og fer vel á því að hluti af dagskránni þennan dag sé helgaður þjóðaríþróttinni. Að þessu sinni fór glímusýningin fram í Hljómskálagarðinum að viðstöddum fjölda áhorfenda.

Lokahóf glímudeildar Skipaskaga

Lokahóf glímudeildar Skipaskaga

Lokahóf glímudeildar Skipaskaga fór fram þann 26. maí sl. á Jaðarsbökkum. Jónas Árnason og Jófríður Ísdís Skaptadóttir fengu viðurkenningu fyrir frábæra mætingu á æfingar í vetur. Hinrik Freyr Baldvinsson fékk síðan viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar. Jónas, Jófríður og Hinrik eru öll í 6. bekk og eru mjög efnileg í glímunni.

Stígur Berg vann Vestfirðingabeltið

Stígur Berg vann Vestfirðingabeltið

Stígur Berg Sophusson vann Vestfirðingabeltið í glímu sem keppt var um laugardaginn 15. maí. Munaði aðeins hálfum vinningi á Stíg og Sigurði Óla Rúnarssyni sem varð í 2. sæti. Brynjólfur Örn Rúnarsson varð í 3. sæti. Að lokinni keppni hófst minningarmót um Guðna Albert (Kóngabana) sem jafnframt var síðasta glímumót tímabilsins.

Keppni um Vestfirðingabeltið 15.maí

Keppni um Vestfirðingabeltið 15.maí

Keppnin um Vestfirðingabeltið og Minningarmótið um Guðna Albert ( Kóngabana) fer fram á Suðureyri 15. maí næstkomandi.