Aðalfundur Glímudeildar Ármanns

Aðalfundur Glímudeildar Glímufélags Ármanns fer fram þriðjudaginn 23.
mars kl 21.00 í Ármannsfelli (fundarherbergi Ármenninga) Laugardal.

Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarmál og kosning stjórnar GGÁ, ásamt öðrum málum.

Glímukynningar á vestfjörðum

í síðustu viku fóru fram glímukynningar í grunnskólunum á Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði og Barðarströnd. Um 120 krakkar í skólunum fjórum fengu kynningu að þessu sinni og var mikill áhugi fyrir glímunni…. Nánar

Bikarglíma Íslands úrslit

Bikarglíma Íslands úrslit

Bikarglíma Íslands í karla og unglingaflokkum fór fram í dag í íþróttahúsi Hagaskóla. Pétur Þórir Gunnarsson sigraði í opnum flokki karla en aðeins hálfur vinningur skildi að þrjá efstu menn. Önnur úrslit má sjá hérna…

Pétur Eyþórsson tvöfaldur Íslandsmeistari

Pétur Eyþórsson tvöfaldur Íslandsmeistari

Pétur Eyþórsson varð í dag tvöfaldur Íslandsmeistari í glímu en hann sigraði bæði í -90 kg flokki og opnum flokki karla. Önnur úrslit má sjá hérna…

HSK Íslandsmeistari í stigakeppni félaga

HSK Íslandsmeistari í stigakeppni félaga

Úrslit réðust í dag í meistaramótaröð Glímusambands Íslands. HSK varð stigahæsta félagið og þar með Íslandsmeistari í stigakeppni félaga. Heildarúrslit má sjá hérna…

Glímuþing og bikarglíma færð til Reykjavíkur

Vegna ótryggs veðurs hefur verið ákveðið að færa Bikarglímu Íslands og ársþing Glímusambandsins sem fyrirhugað var að halda á Ísafirði 6.mars til Reykjavíkur.

Er þetta gert í samráði við þá aðila er málið varðar.

Nánar

Guðbjört Lóa tvöfaldur Íslandsmeistari

Guðbjört Lóa tvöfaldur Íslandsmeistari

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir varð í gærkvöldi tvöfaldur Íslandsmeistari kvenna en þá fór fram lokamótið í meistaramótaröð Glímusambandsins. Guðbjört Lóa varð stigahæst bæði í + 65 kg flokki og opnum flokki kvenna og þar með Íslandsmeistari. Hérna má svo sjá endanlega stöðu í meistaramótinu…

Bikarglíma kvenna 2010 úrslit

Bikarglíma kvenna fór fram í gærkvöldi í íþróttahúsi Melaskóla. Keppnin var afar spennandi og jöfn og glímdu stelpurnar af mikilli snerpu og ákveðni og sáust oft mjög falleg glímutilþrif á vellinum. Elísabeth Patriarca varð tvöfaldur bikarmeistari þ.e. bæði í + 65 kg og opnum flokki kvenna. Hérna má svo sjá heildarúrslit mótsins…

Nánar

Skarphéðinsmenn heiðraðir

Skarphéðinsmenn heiðraðir

20.febrúar síðastliðinn voru þrír Skarphéðinsmenn heiðraðir með gull, silfur og bronz merkjum Glímusambandsins…

Bikarglíma kvenna 2010

Bikarglíma kvenna 2010

Bikarglíma kvenna 2010 fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld í íþróttahúsi Melaskóla og hefst keppni kl 19:00. Keppt verður í – 65 kg + 65 kg og opnum flokki. Mótið er einnig lokamótið í meistaramótaröð Glímusambandsins svo það verða bæði krýndir Íslands og Bikarmeistarar á miðvikudagskvöldið. Hvetjum við sem flesta til að mæta og hvetja stelpurnar áfram.