Glímusýning á þjóðhátíðardegi

Glímusýning á þjóðhátíðardegi

Glímusýningar hafa verið fastur liður í hátíðarhöldunum 17. júní í Reykjavík í mörg ár og fer vel á því að hluti af dagskránni þennan dag sé helgaður þjóðaríþróttinni. Að þessu sinni fór glímusýningin fram í Hljómskálagarðinum að viðstöddum fjölda áhorfenda.

Lokahóf glímudeildar Skipaskaga

Lokahóf glímudeildar Skipaskaga

Lokahóf glímudeildar Skipaskaga fór fram þann 26. maí sl. á Jaðarsbökkum. Jónas Árnason og Jófríður Ísdís Skaptadóttir fengu viðurkenningu fyrir frábæra mætingu á æfingar í vetur. Hinrik Freyr Baldvinsson fékk síðan viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar. Jónas, Jófríður og Hinrik eru öll í 6. bekk og eru mjög efnileg í glímunni.

Stígur Berg vann Vestfirðingabeltið

Stígur Berg vann Vestfirðingabeltið

Stígur Berg Sophusson vann Vestfirðingabeltið í glímu sem keppt var um laugardaginn 15. maí. Munaði aðeins hálfum vinningi á Stíg og Sigurði Óla Rúnarssyni sem varð í 2. sæti. Brynjólfur Örn Rúnarsson varð í 3. sæti. Að lokinni keppni hófst minningarmót um Guðna Albert (Kóngabana) sem jafnframt var síðasta glímumót tímabilsins.

Keppni um Vestfirðingabeltið 15.maí

Keppni um Vestfirðingabeltið 15.maí

Keppnin um Vestfirðingabeltið og Minningarmótið um Guðna Albert ( Kóngabana) fer fram á Suðureyri 15. maí næstkomandi.

Ármenningar Íslandsmeistarar

Ármenningar Íslandsmeistarar

Ármenningar urðu um síðustu helgi Íslandsmeistarar í sveitaglímu karla.

Sigur Ármenninga var nokkuð sannfærandi en í öðru sæti varð sveit UÍA og í þriðja sæti varð svo sveit HSK.

Skráning í Sveitaglímu Íslands

Skráning í Sveitaglímu Íslands
Skráning liggur nú fyrir í sveitaglímu Íslands sem fram fer næstkomandi laugardag 24.apríl kl 13:00 að Borg í Grímsnesi. Fjórar sveitir eru skráðar til keppni í karlaflokki og 2 í unglingaflokki.. Nánar

Faxaflóamótið 2010

Faxaflóamótið 2010 fór fram 18.mars 2010 í íþróttahúsi Glímufélagsins Ármann Skell. Keppni gekk vel fyrir sig og að lokinni verlaunaafhendingu fengu allir Pizzu og gos áður en haldið var heim á leið. Nánar

Úrslit á Grunnskólamóti Íslands

Grunnskólamót Glímusambandsins fór fram laugardaginn 10.apríl 2010 í íþróttahúsi Glímfélagsins Ármanns ( Skell ) og var góð mæting og mikil stemning. Glímt var á fjórum völlum samtímis og gekk keppnin vel fyrir sig. Nánar

Úrslit í Íslandsglímunni 2010

Íslandsglíman fór fram í dag og var vel tekist á bæði í karla og kvennaflokki. Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni sigraði í karlaflokki og vann hann Grettisbeltið nú í fimmta sinn. Pétur sem hlaut 7 vinninga í dag þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en annar í glímunni var Stefán Geirsson, HSK með 6,5 vinninga og þriðji var svo Pétur Þórir Gunnarsson ungmennafélaginu Mývetningi með 5,5 vinninga. Nánar

Stærsta glímuhelgi ársins framundan

Á laugardaginn fer fram Grunnskólamót Íslands í glímu í íþróttahúsi Glímufélagsins Ármann í Laugardalnum ( Skell ) og hefst keppni kl 9:30. 120 krakkar eru skráðir til keppni. Íslandsglíman fer svo fram kl 15:00 í Íþróttahúsi Kennaraháskólans við Háteigsveg en þar eru 9 karlar skráðir og 6 konur