Skráning í Sveitaglímu Íslands

Skráning í Sveitaglímu Íslands
Skráning liggur nú fyrir í sveitaglímu Íslands sem fram fer næstkomandi laugardag 24.apríl kl 13:00 að Borg í Grímsnesi. Fjórar sveitir eru skráðar til keppni í karlaflokki og 2 í unglingaflokki.. Nánar

Faxaflóamótið 2010

Faxaflóamótið 2010 fór fram 18.mars 2010 í íþróttahúsi Glímufélagsins Ármann Skell. Keppni gekk vel fyrir sig og að lokinni verlaunaafhendingu fengu allir Pizzu og gos áður en haldið var heim á leið. Nánar

Úrslit á Grunnskólamóti Íslands

Grunnskólamót Glímusambandsins fór fram laugardaginn 10.apríl 2010 í íþróttahúsi Glímfélagsins Ármanns ( Skell ) og var góð mæting og mikil stemning. Glímt var á fjórum völlum samtímis og gekk keppnin vel fyrir sig. Nánar

Úrslit í Íslandsglímunni 2010

Íslandsglíman fór fram í dag og var vel tekist á bæði í karla og kvennaflokki. Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni sigraði í karlaflokki og vann hann Grettisbeltið nú í fimmta sinn. Pétur sem hlaut 7 vinninga í dag þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en annar í glímunni var Stefán Geirsson, HSK með 6,5 vinninga og þriðji var svo Pétur Þórir Gunnarsson ungmennafélaginu Mývetningi með 5,5 vinninga. Nánar

Stærsta glímuhelgi ársins framundan

Á laugardaginn fer fram Grunnskólamót Íslands í glímu í íþróttahúsi Glímufélagsins Ármann í Laugardalnum ( Skell ) og hefst keppni kl 9:30. 120 krakkar eru skráðir til keppni. Íslandsglíman fer svo fram kl 15:00 í Íþróttahúsi Kennaraháskólans við Háteigsveg en þar eru 9 karlar skráðir og 6 konur

120 keppendur skráðir á Grunnskólamótið

Mjög góð skráning er á Grunnskólamót íslands í glímu sem fram fer um næstu helgi í Íþróttahúsi Ármanns ( Skell ). 120 keppendur eru skráðir til leiks og hefst keppni kl 9:30. Hérna má svo sjá keppenda listann. Nánar

Skráningin á Grunnskólamót og sveitaglímu

Skráningin á Grunnskólamót og sveitaglímu eins og hún lítur út þegar aðeins þrír dagar eru eftir af skráningarfrestinum... Grunnskólamót Íslands 2010 Nánar

Lars Magnar á Íslandi

Lars Magnar Enoksen kom til landsins í morgun og mun hann verða í Kringlunni í dag á milli kl 14:00 - 16:00 fyrir utan Skífuna að árita nýjustu bók sín Víkingaglíma þar sem Lars rifjar upp upphaf glímunnar og einnig frækinn árangur sinn á glímuvellinum. Lars mun svo verða heiðursgestur á Íslandsglímunni þann 10.apríl næstkomandi. Glímusambandið hvetur sem flesta til að líta við í Kringlunni og hitta þennan fræga Sænska glímukappa...

Páskamót Skipaskaga

Páskamót glímudeildar Skipaskaga var haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi, föstudaginn 26. mars 2010. Keppt var í fjórum flokkum en keppendur voru alls 22 og allir frá Skipaskaga. Í yngstu flokkunum þremur var glímustjóri, ritari og tímavörður Lárus Kjartansson en dómari var Andri Már Sigmundsson. Í elsta flokknum var glímustjóri, ritari og tímavörður Arnar Harðarson en dómari Guðmundur Bjarni Björnsson. Nánar

Niðurröðun viðureigna í Íslandsglímunni 2010

Niðurröðun viðureigna í Íslandsglímunni 2010
Í dag var dregin niðurröðun viðureigna í Íslandsglímunni 2010. Hérna má sjá röðina eins og hún lítur út en ríkjandi Glímukóngur Pétur Eyþórsson mætir Skjaldarhafa Skarphéðins í sinni fyrstu glímu og ríkjandi Glímudrottning Svana Hrönn mætir Guðbjörtu Lóu í sinni fyrstu glímu... Nánar