Stjórn GLÍ óskar eftir umsóknum í ungmennaráð GLÍ

Glímusamband Íslands óskar eftir umsóknum í ungmennaráð, en ungmennaráð er fyrir 12-20 ára ungmenni í glímunni. Hlutverk ráðsins verður m.a. að vera rödd unga fólksins, koma með hugmyndir og að aðstoða stjórn GLÍ við undirbúning á viðburðum tengdum börnum og ungmennum.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram á umsókninni:
Nafn
Fæðingardagur og ár
Félag
Stuttur texti um hvað þú myndir vilja gera sem meðlimur í ungmennaráði
Undirskrifað leyfi, til að starfa í ungmennaráði, frá foreldrum barna yngri en 18 ára.

Umsóknir skulu berast á netfang GLÍ: gli@glima.is fyrir 1. nóvember 2018.

Stjórn GLÍ mun svo skoða umsóknir með tilliti til umsóknar, búsetu, aldurs og kyns, en markmiðið er að ungmennaráðið verði með ólíka einstaklinga frá sem flestum félögum innan GLÍ.

Vel heppnaðar æfingabúðir að Laugum

Vel heppnaðar æfingabúðir að Laugum


Þjálfarar, landsliðið og ungmennahópurinn. (Á myndina vantar iðkendur frá UMSE, Kára Ragúels, Heiðrúnu Fjólu og Ingiberg

Um helgina fóru fram æfingabúðir í glímu að Laugum í Sælingsdal fyrir 7.-10. bekk og landsliðið. Rúmlega 30 iðkendur mættu, frá ÚÍA, UMF Njarðvík, GFD, UMSE, HSK og HSÞ. Helgin hófst með skemmtilegum fyrirlestir frá Pálmari Ragnarssyni, þar sem fjallað var um samskipti í íþróttum, hugarfar og markmiðasetningu.
Fyrsta æfingin á laugardeginum fyrir ungmennin var í höndum Svönu Hrannar og Margrétar Rúnar. Léttar glímur þar sem áhersla var lögð á hælkrókana. Landsliðið æfði svo gouren undir handleiðslu Ingibergs Sigurðssonar. Eftir hádegi hélt Svana kynningu um íslensku glímuna, framtíðina og möguleika tengda glímunni. Þá kynnti Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir stjórnarmaður í ungmennaráði UMFÍ, ungmennaráð, mikilvægi og hlutverk þess. Ákveðið var að fara umsóknarleiðina við stofnun ungmennaráðs GLÍ. Frétt kemur fljótlega um það.
Næsta æfðu ungmennin undir stjórn Ingibergs, Einars Eyþórssonar og Hjartar Elís Steindórssonar. Þar var lögð áhersla á krækju og leggjarbragð. Eftir æfinguna fengu ungmennin að prófa backhold og aðstoðaði landsliðið við þjálfunina. Seinni æfing landsliðsins undir stjórn Ingibergs var áhersla lögð á backhold.Um kvöldið fóru allir í sund til að ná úr sér átökum dagsins.


Marín tekur Ásmund í mjaðmahnykk

Á sunnudeginum stjórnuðu Marín Laufey og Ásmundur æfingu ungmennanna. Þar var áhersla á hábrögð, þ.e. klofbragð með vinstri í afturstigi og mjaðmahnykkur. Síðasta æfing landsliðsins var undir stjórn Guðmundar Stefáns, þar var lögð áhersla á keppnisgreinar Evrópumótsins 2019, þ.e. glímu, backhold og gouren. Landliðið glímdi tíu 4 mínútna glímur, há ákefð og mikil átök.
GLÍ þakkar öllum sem komu að helginni, iðkendum, þjálfurum, fararstjórum og bílsstjórum, fyrirlesurum og matráðum. Við erum strax farin að skipuleggja næstu æfingabúðir.

Frá minjasafnsnefnd

Stjórn Glímusambands Íslands hefur falið undirrituðum að leiða starfsemi minjasafnsnefndar sambandsins á yfirstandandi starfsári. Aðrir í nefndinni eru Jón M. Ívarsson og Stefán Geirsson. Hlutverk nefndarinnar er skv. reglugerð að kappkosta að eignast fyrir hönd GLÍ gamlar og nýjar upptökur, kvikmyndir, bækur, blöð, myndir, heimildir og gripi sem tengjast glímu.
Á liðnum árum hefur GLÍ eignast talsvert af gripum, myndum og textum sem tengjast glímu en ástæða er til að ætla að ýmsir sem iðkað hafa glímu eða tengst glímustarfi eigi í fórum sínum gripi, myndir eða annað tengt glímu sem fengur væri að fyrir minjasafn GLÍ. Nefndin vill því beina þeim tilmælum til þeirra sem eiga eitthvað í fórum sínum sem gæti átt heima í minjasafninu og viðkomandi vill láta af hendi að hafa samband við undirritaðan eða annan nefndarmann. Síminn er 898-6476 og tölvupóstfang sigmundurstef@gmail.com.

Með kveðju,
F.h. minjasafnsnefndar GLÍ
Sigmundur Stefánsson

Ferðir á vegum GLÍ sumarið 2018

Ferðir á vegum GLÍ sumarið 2018
Glímusamband Íslands skipulagði þrjár ferðir fyrir iðkendur í sumar.

14-18 ára - landsliðsferð til Englands
Fyrsta ferðin var ferð fyrir 14-18 ára ungmenni til Bretlands. Ferðast var frá 23.-29. júlí. Hópurinn sem fór voru Svana Hrönn Jóhannsdóttir farastjóri, Ketill Hallgrímsson bílstjóri, keppendur voru Marta Lovísa Kjartansdóttir, Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Kjartan Mar Garski Ketilsson og Daníel Dagur Árnason. Hitabylgja gekk yfir England á þessum dögum, en hitinn var stundum um 30 gráður. Aðstaða til keppni og æfinga var til fyrirmyndar.
Hópurinn gisti og borðaði á Newton Rigg, en það gistu keppendur á Evrópumóti unglinga í apríl. Hópurinn byrjaði á æfingu á miðvikudagskvöldi með Alan Jones og Andrew Carlile í Carlisle. Fyrsta mót hópsins var á Ambleside. Gunnar Örn náði 3. sæti í 11 ½ steinum. Aðrir keppendur Íslands náðu ekki sæti í efstu fjórum sætunum.Næst var keppt í Langholm. Þar sigraði Kjartan 15 ára flokkinn, Gunnar varð í 2. sæti og Daníel í 5.-6. sæti. Marta varð í 2. sæti í opnum flokki kvenna og Fanney lenti í 4. sæti. Í flokknum 11 ½ steinum náði Gunnar Örð 2. sæti og Kjartan náði því 3. Kjartan og Guðmundur voru í 5.-6. sæti í 13 steinum.
Síðasta keppni hópsins var í Penrith. Kjartan sigraði yngri en 15 ára flokkinn og varð í 2. sæti í 11 ½ steinum. Marta var í 4. sæti í opnum flokki kvenna.
Sardinia
Ólafur Oddur Sigurðsson fór sem fararstjóri með Sigurð Óla Rúnarsson í ferð til Sardinu 7.-11. ágúst. Árni Steinarsson hitti Ólaf og Sigurð í Sardinu og keppti einnig. Sigurður Óli keppti í -100 kg flokki og náði þar 2. sæti, Árni keppti í +100 kg flokki og varð í 2. sæti . Sigurður Óli og Árni kynntu íslensku glímuna á keppniskvöldinu.
18 ára og eldri - landsliðsferð til Bretlands Þriðja ferð Glímusambandsins var farin í lok ágúst. Svana Hrönn Jóhannsdóttir fór sem fararstjóri og Ketill Hallgrímsson bílstjóri. Keppendur voru Einar Eyþórsson, Margrét Rún Rúnarsdóttir, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Kári Ragúels Víðisson. Arnbjörg Hlín Áskelsdóttir var einnig með í ferðinni og sá um að taka myndir.
Flogið var til Edinborgar þriðjudaginn 21. ágúst. Dagurinn fór í hvíld og rölt um Edinborg. Á miðvikudeginum var haldið til Kendal, þar sem hópurinn hitti Alan Jones á æfingu. Farið var hratt yfir brögð og hitað upp fyrir keppnina daginn eftir. Fyrsta mótið var á Grayrigg, lítil hátíð rétt hjá Kendal. Flestir íslensku keppendurnir duttu út í fyrstu umferð en Heiðrún náði 2. sæti í opnum flokki kvenna og Kári varð í 3. sæti í 11,5 steinum.Á föstudeginum frídagur og keyrt norður til Glasgow og á laugardeginum var siglt til Dunnon það sem Cowal hálandaleikarnir fóru fram. Keppt var í blíðskapar veðri og árangurinn var góður hjá Íslendingunum:Opinn flokkur kvenna:
1. sæti Heiðrún Fjóla
2. sæti Margrét Rún
4. Sæti Jana Lind
Opinn flokkur karla:
2. sæti Einar Eyþórsson
4. Sæti Kári Ragúels
15 steinum
2. sæti Einar EyþórssonSíðasti keppnisdagurinn var á sunnudeginum. Þá var haldið aftur aftur suður til Englands og keppt á Grasmere. Meiðsli voru þá farin að hrjá íslensku keppendurna og dró Jana Lind sig úr keppni. Líklega hafa keppendur frá Íslandi sjaldan eða aldrei lent í jafn mikilli rigningu á ferðum sínum og þann daginn, en fyrir þau sem ekki þekkja til þá fer keppni í backholdi fram úti. Einar, Svana og Kári duttu öll út í fyrstu umferð. Heiðrún og Margrét féllu út í annari umferð í fjölmennum kvennaflokki. Kári keppti í búningakeppninni í glímubúningi HSÞ og lenti í 3. sæti.Skemmtilegt sumar að baki. Glímusambandið þakkar Lindu Scott og Frazer Hirsch sérstaklega fyrir aðstoð við skipulagningu ferðanna og Alan Jones og Andrew Carlile fyrir þjálfunina. Ljóst er að þessar ferðir eru mikilvægar fyrir iðkendur íslensku glímunnar og gott tækifæri til að auka fjölbreytni iðkenda með þessum landsliðsferðum.

Mótaskrá keppnistímabilið 2018-2019

Hér má sjá mótaskrá 2018-2019:28.-30. September Laugar í Sælingsdal
Æfingabúðir á vegum GLÍ og GFD

20. okt Reyðarfjörður
Mótaröð GLÍ 1.umferð kl. 11:00
Íslandsmót 15 ára og yngri kl. 14:00

17. nóvember Selfoss
Mótaröð GLÍ 2. Umferð kl 13:00

10. jan Reykjanesbæ
landsliðsæfingar í glímu kl. 20:30-22:00
11. jan
Bikarglíma Íslands kl. 19:00
12. jan
Íslandsmeistaramót í backhold

2. mars Íþróttahús við Kennaraháskólann
Lokaumferð í mótaröð GLÍ kl. 12:00
Glímuþing í Reykjavík

16. mars Hvolsvöllur
Grunnskólamót Íslands

23. mars Reykjavík
Íslandsglíman kl. 13:00

25.-27. apríl Reykjanesbæ
Evrópumót í Keltneskum fangbrögðum

Birt með fyrirvara um breytingar

Úrslit frá Unglingalandsmóti UMFÍ 2018

Úrslit frá Unglingalandsmóti UMFÍ 2018
Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um helgina í Þorlákshöfn. Keppt var í glímu á föstudaginn og fór keppnin vel fram. Sérgreinastjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson.
Hér má sjá úrslit og myndir frá mótinu.

Drengir 11-12 ára
1. Fróði Larsen Bentsson HSK
2. Tristan Máni Morthens HSK
3. Ragnar Dagur Hjaltason HSK
4.-6. Heimir Árni Erlendsson Ungmennafélag Íslands
4.-6. Kjartan Helgason HSK
4.-6. Arnar Darri Ásmundsson Ungmennafélag Íslands


Drengir 13-14 ára
1. Óskar Aron Stefánsson Ungmennafélag Íslands
2. Starkaður Snorri Baldursson Ungmennafélag Íslands
3. Almar Páll Lárusson USÚ
4. Bergur Már Sigurjónsson HSH
5.-7. Kolbeinn Sturla Baldursson Ungmennafélag Íslands
5.-7. Matthías Jens Ármann HSK
5.-7. Magnús Skúli Kjartansson HSK


Drengir 15-16 ára
1. Ólafur Magni Jónsson HSK
2. Gunnar Örn Guðmundsson UMFN
3. Jökull Gíslason HSH
4. Breki Freyr Gíslason UMSK

Drengir 17-18 ára
1. Kári Ragúels Víðisson UMFN
2. Sigurður Ernir Axelsson Handknattleiksfélag Kópavogs


Stúlkur 11-18 ára
1. Matthildur Dís Sigurjónsdóttir Ungmennafélag Íslands
2 . Hjördís Katla Jónasdóttir HSK

Héraðsmót HSK í glímu 2018 – úrslit

Héraðsglíma HSK í flokkum drengja 11 ára og yngri til 20 ára og stúlkna 11 ára og yngri til 16 ára fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli laugardaginn 14. apríl og hófst keppni kl 12:00. 36 keppendur komu til leik frá fimm félögum á HSK svæðinu.
Dómarar og ritarar komu úr röðum Skarphéðinsmanna og eru þeim þökkuð góð störf.

Unglingar 17-20 ára Félag Vinn.
1. Jón Gunnþór Þorsteinsson Þjótandi 2
2. Aron Sigurjónsson Dímon 1
3. Halldór Örn Guðmundsson Dímon 0

Yfirdómari: Stefán Geirsson
Glímustjóri og ritari: Ágúst Jensson

16 ára drengir Félag Vinn.
1. Aron Sigurjónsson Dímon 2
2. Halldór Örn Guðmundsson Dímon 0

14-15 ára stúlkur Félag Vinn.
1. Sunna Lind Sigurjónsdóttir Dímon 1,5 + 1
2. Aldís Freyja Kristjánsdóttir Garpur 1,5 + 0
3. Andrea Sól Viktorsdóttir Dímon 0

*Aldís og Sunna fengu báðar gult spjald fyrir bol og stífleika

Yfirdómari: Jón M. Ívarsson
Glímustjóri og ritari: Kristinn Guðnason

14 ára drengir Félag Vinn.
1. Sindri Sigurjónsson Dímon 2
2. Veigar Páll Karelsson Dímon 1
3. Bjarki Rafnsson Dímon 0

*Bjarki fékk gult spjald fyrir tog í glímu við Sindra.

Yfirdómari: Jón M. Ívarsson
Glímustjóri og ritari: Jóhanna Sigríður Gísladóttir

13 ára drengir Félag Vinn.
1. Matthías Jens Ármann Bisk. 2
2. Pétur Stefán Glascorsson Dímon 0

13 ára stúlkur Félag Vinn.
1. Hrefna Dögg Ingvarsdóttir Dímon 2
2. Svanhvít Stella Þorvaldsdóttir Dímon 1
3. Jenný Halldórsdóttir Dímon 0

Yfirdómari: Jón M. Ívarsson
Glímustjóri og ritari: Kristinn Guðnason

12 ára strákar Félag Vinn.
1. Rúnar Þorvaldsson Dímon 4,5
2. Bjarni Þorvaldsson Dímon 4
3. Fróði Larsen Bisk. 3,5
4. Tristan Máni Morthens Bisk. 2
5. Tómas Indriðason Dímon 1
6. Kjartan Helgason Bisk. 0

Yfirdómari: Jón M. Ívarsson
Glímustjóri og ritari: Jóhanna Sigríður Gísladóttir

12 ára stelpur Félag Vinn.
1. Guðrún Margrét Sveinsdóttir Dímon 2 + 1,5
2. Melkorka Álfdís Hjartardóttir Þjótandi 2 + 1
3. Emilía Rós Eyvindsdóttir Dímon 2 + 0,5
4. Jóhanna Sigríður Gísladóttir Dímon 0

Yfirdómari: Jón M. Ívarsson
Glímustjóri og ritari: Kristinn Guðnason

11 ára og yngri strákar Félag Vinn.
1. Óskar Freyr Sigurðsson Þjótandi 6
2. Valur Ágústsson Dímon 5
3. Örn Vikar Jónasson Dímon 4
4. David Örn Sævarsson Þjótandi 3
5.-7. Axel Örn Sævarsson Þjótandi 1
5.-7. Björgvin Guðni Sigurðsson Þjótandi 1
5.-7. Gísli Svavar Sigurðsson Þjótandi 1

11 ára og yngri stelpur Félag Vinn.
1. Svandís Aitken Sævarsdóttir Þjótandi 3,5
2. Stefanía Maren Jóhannsdóttir Laugdælir 3
3. Hulda Guðbjörg Hannesdóttir Garpur 2
4. Margrét Lóa Stefánsdóttir Þjótandi 1
5. Birna Mjöll Björnsdóttir Dímon 0,5

Yfirdómari: Stefán Geirsson
Glímustjóri og ritari: Jón Gunnþór Þorsteinsson

Stigakeppnin:
Drengir 20 ára og yngri:
1. Dímon 62 stig
2. Umf. Þjótandi 17
3. Umf. Bisk. 14

Stúlkur 16 ára og yngri:
1. Dímon 40 stig
2. Umf. Þjótandi 14
3. Garpur 9
4. Umf. Laugdæla 5

Hér má skoða ítarleg úrslit: HSK úrslit

Héraðsglíma HSK


Héraðsglíma HSK verður haldin á Hvolsvelli laugardaginn 14. apríl og hefst kl. 12:00. Flokkaskipting er svohljóðandi:
Drengir og stúlkur 11, 12, 13, 14, 15 og 16 ára, unglingaflokkur drengja 17 - 20 ára og fullorðinsflokkar karla og kvenna.
Skráningar berist til Stefáns Geirssonar á netfangið stegeir@hotmail.com fyrir kl. 22:00 fimmtudagskvöldið 12. apríl nk.

Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Evrópumeistari í Backholdi

Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Evrópumeistari í Backholdi

Evrópumótið í keltneskum fangbrögðum fór fram um síðustu helgi í Penrith á Englandi. 7 keppendur kepptu fyrir Ísland. Keppt var í backholdi og gouren.

Hér má sjá árangur keppenda:

Backhold:
Jana Lind Ellertsdóttir varð í 4. sæti í -60 kg
Kristí Embla Guðjónsdóttir varð í 3. sæti í -70 kg
Marta Lovísa Kjartansdóttir varð í 4. sæti í +70 kg
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð í 1. sæti í +70 kg
Einar Torfi Torfason varð í 3. sæti í -62 kg
Bjarni Darri Sigfússon var í 2. sæti í -74 kg
Kári Ragúels Víðisson varð í 5.-6. sæti í -81 kg

Gouren:
Jana Lind Ellertsdóttir varð í 5. sæti í -60 kg
Kristin Embla Guðjónsdóttir varð í 2. sæti í -70 kg
Marta Lovísa Kjartansdóttir varð í 4. sæti í +70 kg
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð í 2. sæti í +70 kg flokki
Einar Torfi Torfason varð í 2. sæti í -62 kg
Bjarni Darri Sigfússon var í 5. sæti í -74 kg
Kári Ragúels Víðisson varð í 5. sæti í -81 kg

Fegurðarglímuverðlaun 2018

Fegurðarglímuverðlaun 2018

Einar og Jana með Lilju Alfreðsdóttur Mennta- og Menningamálaráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni Forseta Íslands


Á Íslandsglímunni 2018 voru fegurðarverðlaun afhent í þrettánda sinn samkvæmt reglugerð Glímusambandsins. Fegurðarglímudómarar voru þrír að vanda. Kristinn Guðnason og Ingibergur Jón Sigurðsson en formaður dómnefndar var Jón M. Ívarsson og kunngerði hann úrslit. Fegurðarverðlaun kvenna, Rósina, hlaut Jana Lind Ellertsdóttir HSK en fegurðarverðlaun karla, Hjálmshornið, kom í hlut Einars Eyþórssonar HSÞ.

Konur:
nafn félag einkunn
1. Jana Lind Ellertsdóttir HSK 7,61
2. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 7,50
3. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 6,94
4. Marta Lovísa Kjartansdóttir UÍA 6,00
5. Fanney Ösp Guðjónsdóttir UÍA 5,72
6. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Njarðvík 5,50
7. Nikólína Bóel Ólafsdóttir UÍA 5,11

Karlar:
nafn félag einkunn
1. Einar Eyþórsson HSÞ 7,66
2. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA 7,41
3. Stígur Berg Sophusson Herði 6,58
4. Jón Gunnþór Þorsteinsson HSK 6,00
5. Kári Ragúels Víðisson Njarðvík 5,33