Skipaskaga open aflýst!

Skipaskaga open aflýst!

Glímumótinu Skipaskagi open sem fram átti að fara í haust hefur verið aflýst vegna dræmrar skráningar erlendra keppenda.Ekki hefur verið ákveðið hvenær dómaranámskeiðið mun fara fram né heldur Úrvalshópsæfing en mótanefnd og fræðslunefnd eru að vinna í málinu

Gouren-stakkar til sölu

Gouren-stakkar til sölu

Glímusamband Íslands á til sölu nokkra Gouren-stakka og kosta þeirKR 8.000-

Stakkarnir eru nauðsynleg eign fyrir alla þá sem áhuga hafa á að stunda annað Keltneskt fang samhliða glímunni. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Glímusambandið á netfangið gli@isisport.is eða í síma 514-4064 – 893-3707

Pétur varði titil sinn í Sa Strumpa

Pétur varði titil sinn í Sa Strumpa
Pétur Eyþórsson sigraði í - 90 kg flokki á alþjóðlegu móti í Sa Strumpa sem haldið var í Villagrande á Sardiníu síðastliðinn þriðjudag. Sex þjóðir auk Íslendinga áttu þátttakendur á mótinu en það voru eftirtaldar: Ítalía, Frakkland Spánn, Skotland, England og Senegal. Pétur varði því titil sinn en hann sigraði einnig á mótinu í fyrra.

Fjör og falleg tilþrif á glímukeppni unglingalandsmóts

Fjör og falleg tilþrif á glímukeppni unglingalandsmóts

Glímukeppni unglingalandsmótsins fór fram í Skallagrímsgarði sunnudaginn 1. ágúst að viðstöddum fjölda áhorfenda sem skemmtu sér mjög vel og hvöttu hina ungu glímumenn óspart. Til leiks mætti 38 keppendur sem er heldur fjölgun frá síðasta ári.

Bændaglíma á sumarhátíð UÍA

Bændaglíma á sumarhátíð UÍA

Lið Sindra Freys Jónssonar sigraði lið Hjalta Þórarins Ásmundssonar í bændaglímu Launafls á Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar þann 10. júlí sl. Bændaglíman var hluti af skemmtidagskrá Sumarhátíðarinnar í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.

Æfingabúðir

Æfingabúðir

Dagana 3.-5. september næstkomandi mun Glímusamband Íslands í samstarfi við Glímufélagið Ármann standa fyrir æfingabúðum í Keltnesku fangi þ.e. Back-hold og Gouren.

Í Gouren verður hinn Franski Bertrand Le Hellaye þjálfari. Bertrand hefur þjálfað í mörg ár á vegum Franska Gourensambandsins og verið þjálfari á mörgum alþjóðlegum æfingabúðum.
Back-hold þjálfari verður Englendingurinn David Atkinson margfaldur alþjóðlegur meistari og einn tæknilega besti Back-hold maður heimsins í mörg ár.

Glímusýning á Borg

Ólafur Oddur og Smári

Glímusýning var á hátíðinni brú til Borgar í dag. Það voru þeir Ólafur Oddur Sigurðsson og Smári Þorsteinsson sem sýndu glímuna og fóru stuttlega yfir sögu hennar á Íslandi. Fjöldi fólks var á svæðinu en mikill rigningarskúr koma þegar glímumennirnir fóru að takast á.

Glímusýning í Brekkubæjarskóla

Glímusýning í Brekkubæjarskóla

Á skólaslitum Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 3. júní sl. sýndu sjö nemendur glímu. Þau er öll í 6. bekk og eru eftirtalin: Arnar Freyr Jónsson, Ásdís Bára Guðjónsdóttir, Catherine Soffía Guðnadóttir, Guðmundur Þór Grímsson, Hildigunnur Ingadóttir, Jónas Árnason, og Valdís Ósk Hilmisdóttir.

Grindvíkingar æfa glímu!

Grindvíkingar æfa glímu!

Grindvíkingar æfa nú glímu af kappi og stefna á þátttöku á unglingalandsmóti UMFÍ um verslaunarmannahelgina. Það er Jóhannes Haraldsson sem stýrir æfinunum en hann er einnig júdó þjálfari Grindvíkinga. Glímusambandið sá um að kenna þeim grunnatriðin og er mikill hugur í Grindvíkingum að halda starfinu áfram.

Þýska meistaramótið í glímu 2010

Þýska meistaramótið í glímu 2010

Þýska meistaramótið í glímu fór fram sunnudaginn 13. júní sl. í bænum Schiffweiler. Var þetta í fyrsta sinn sem meistaramót er haldið í glímu í Þýskalandi. Fyrsti Þýskalandsmeistari í glímu varð Christian Bartel frá Trier en hann sigraði félaga sinn Gerhard Pauli í úrslitum. Alls tóku sex þýskir glímukappar þátt í mótinu að þessu sinni.