Lars Magnar á Íslandi

Lars Magnar Enoksen kom til landsins í morgun og mun hann verða í Kringlunni í dag á milli kl 14:00 - 16:00 fyrir utan Skífuna að árita nýjustu bók sín Víkingaglíma þar sem Lars rifjar upp upphaf glímunnar og einnig frækinn árangur sinn á glímuvellinum. Lars mun svo verða heiðursgestur á Íslandsglímunni þann 10.apríl næstkomandi. Glímusambandið hvetur sem flesta til að líta við í Kringlunni og hitta þennan fræga Sænska glímukappa...

Páskamót Skipaskaga

Páskamót glímudeildar Skipaskaga var haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi, föstudaginn 26. mars 2010. Keppt var í fjórum flokkum en keppendur voru alls 22 og allir frá Skipaskaga. Í yngstu flokkunum þremur var glímustjóri, ritari og tímavörður Lárus Kjartansson en dómari var Andri Már Sigmundsson. Í elsta flokknum var glímustjóri, ritari og tímavörður Arnar Harðarson en dómari Guðmundur Bjarni Björnsson. Nánar

Niðurröðun viðureigna í Íslandsglímunni 2010

Niðurröðun viðureigna í Íslandsglímunni 2010
Í dag var dregin niðurröðun viðureigna í Íslandsglímunni 2010. Hérna má sjá röðina eins og hún lítur út en ríkjandi Glímukóngur Pétur Eyþórsson mætir Skjaldarhafa Skarphéðins í sinni fyrstu glímu og ríkjandi Glímudrottning Svana Hrönn mætir Guðbjörtu Lóu í sinni fyrstu glímu... Nánar

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir íþróttamaður UDN

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 2009 hjá UDN. Guðbjört Lóa (oftast kölluð Lóa ) var sigursæl á glímumótum ársins 2009 og þrátt fyrir ungan aldur skipaði hún sér á stall með bestu glímukonum landsins... Nánar

Nefndir GLÍ 2010 – 2011

Listi yfir þær nefndir sem stjórn GLÍ kaus eftir síðasta glímuþing. Aganefnd GLÍ var kosin á Glímuþingi. Nánar

Glímukynning í Háskólanum í Reykjavík

Dagana 23.og25.mars fór fram glímukynning í Háskólanum í Reykjavík. um 60 nemendur tóku þátt í glímunni af miklum áhuga og hápunkturinn var bændaglíma sem glímd var í lok hvors tíma...

Bikarglíma Samhygðar

Bikarglíma Samhygðar fór fram í gærkvöldi en það voru þau Þorgils Kári Sigurðsson og Guðrún Inga Helgadóttir sem sigruðu að þessu sinni...

Aðalfundur Glímudeildar Glímufélagsins Ármanns

Aðalfundur Glímudeildar Glímufélagsins Ármanns
Aðalfundur Glímudeildar Glímufélagsins Ármanns fer fram í kvöld í Ármannsheimilinu og hefst fundurinn kl 21:00... Nánar

Bjarni Þór Gunnarsson íþróttamaður HSÞ 2009!

Bjarni Þór Gunnarsson íþróttamaður HSÞ 2009!
Umsögn Glímuráðs HSÞ. Bjarni, sem er fæddur 1992, hefur frá unga aldri stundað glímu og gengið vel, Hann er í dag 7 á styrkleikalista GLÍ þó aldurinn sé ekki hár. Bjarni tók þátt í öllum glímumótum á árinu og varð Heimsmeistari í glímu í - 90 kg sem haldinn var að Geysi í Haukadal 22 -23 ágúst 2009. Nánar

Faxaflóamótið fór fram í gær!

Faxaflóamótið fór fram í gær!

Faxaflóamótið fór fram í gær og mættu um 30 krakkar frá umfSkipaskaga og Glímufélaginu Ármann til keppni. Mikið fjör var í glímunum hjá krökkunum en það var Skipaskagi sem sigraði stigakeppnina. Nánari úrslit af mótinu verða sett inn fljótlega…